Nú styttist í að hinn nýi ferskfisktogari HB Granda, Engey RE, komi til landsins. Á vefnum Fiskerforum.com eru myndir að nýju Engeynni við Celiktrans skipasmíðastöðina í Tyrklandi.

Í frétt á vef HB Granda fyrir jólin kom fram að áætlað væri að afhenta nýja skipið 6. janúar, sem er næstkomandi föstudagur, og að heimsiglingin tæki 12 daga. Á Akranesi mun Skaginn hf. setja vinnslubúnað og karaflutningskerfi í skipið. Áætlaður verktími er 9 vikur og ætti Engey því að geta farið á veiðar í lok mars.

Engey er fyrst í röð þriggja ferskfisktogara sem HB Grandi fær nýsmíðaða frá Tyrklandi á þessu ári. Hin skipin eru Akurey og Viðey.

Engey RE nýsmíði
Engey RE nýsmíði
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Engey RE í skipasmíðastöð í Tyrklandi
Engey RE í skipasmíðastöð í Tyrklandi
© Aðsend mynd (AÐSEND)