Drangey SK, nýr ferskfisktogari FISK Seafood á Sauðárkróki, var sjósett í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi um helgina. Skipið er væntanlegt heim síðla sumars og þá verður settur í það vinnslubúnaður á millidekki.
Drangey er eitt fjögurra ferskfiskskipa sem smíðuð eru fyrir Íslendinga í stöðinni eftir sömu teikningu og verða öll afhent á þessu ári. Nú þegar er eitt skipanna komið heim, Kaldbakur EA, en auk hans á Samherji von á tveimur til viðbótar, Björgúlfi EA í júní og Björgu EA í lok ársins. Skipin eru 62,5 metra breið og 13,5 metra löng.
Á Facebook-síðu Cemre skipasmíðastöðvarinnar má sjá myndband af því þegar Drangey var sjósett. HÉR .