Nú styttist í að Hafrannsóknastofnun fái afhent nýtt og glæsilegt rannsóknarskip sem erí smíðum í Vigo á Spáni.

„Það er spennandi verkefni og aukið álag á marga í tengslum við það núna,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í ítarlegu viðtali í tímariti Fiskifrétta.

„Smíðin er komin það langt að nú erum við að taka endanlegar ákvarðanir um marga smáþætti sem varða margt fólk. Þótt það sé búið að semja um verð, teikningar og nánast allt sem hægt er að semja um í tengslum við skipið þá eru minniháttar breytingar eða færslur á búnaði,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar fyrir miðju ásamt Sævari Birgissyni hönnuði og Sverri Péturssyni eftirlitsmanni við Þórunni Þórðardóttur á  smíðastað í Vigo á Spáni. Mynd/Aðsen
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar fyrir miðju ásamt Sævari Birgissyni hönnuði og Sverri Péturssyni eftirlitsmanni við Þórunni Þórðardóttur á smíðastað í Vigo á Spáni. Mynd/Aðsen

Meðal annars er verið að teikna upp og ganga frá millidekki. Þorsteinn segir að ef það sé ekki alveg í samræmi við það sem áformað sé þurfi að leiðrétta það. Margir komi að málum og sjálfur hafi hann farið nokkrum sinnum til Vigo.

Rætt hefur verið um að nýja rannsóknarskipið verði afhent í nóvember næstkomandi og Þorsteinn segir þrýst á skipasmíðastöðina svo það gangi eftir. „En þegar verið er að smíða skip eins og þetta, sem er ekki bara eins og heilt bæjarfélag heldur líka innviðir vísindastofnunar samhliða, þá er þetta flókið verkefni,“ segir hann.

Öflugri með kynslóðaskiptum

Spurður um mikilvægi nýja rannsóknarskipsins bendir Þorsteinn á að verið sé að fá skip sem komi í stað Bjarna Sæmundssonar sem hafi komið til landsins 19. desember 1970 og sé því að verða 54 ára ára gamall.

Skipið ber nafnið Þórunn Þórðardóttir eftir fyrstu íslensku konunni sem  var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum  og mikill frumkvöðull í rannsóknum á  smáþörungum í hafinu við Ísland. Mynd/Hafró
Skipið ber nafnið Þórunn Þórðardóttir eftir fyrstu íslensku konunni sem var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum og mikill frumkvöðull í rannsóknum á smáþörungum í hafinu við Ísland. Mynd/Hafró

„Þannig að þetta eru kynslóðaskipti. Öll aðstaða til rannsókna er allt önnur, bæði hvað varðar aðbúnað áhafnar og rannsóknarfólks og rannsóknaraðstöðu. Tækjabúnaðurinn er mun betri en í Bjarna en við erum svo sem ekki búin að uppfæra lengi þar,“ segir Þorsteinn. Starfið muni ganga hraðar fyrir sig á Þórunni Þórðardóttur.

„Þetta er bara eins og að skipta út gömlu Lödunni fyrir alvöru bíl. Öll aðstaða og möguleikar eru til að gera miklu flottari hluti heldur en við höfum getað leyft okkur með Bjarna. Með þessu er ég alls ekki að segja að Bjarni Sæmundsson sé slæmur. Þvert á móti verður söknuður að þessu frábæra skipi sem hefur þjónað okkur svo vel,“ segir Þorsteinn.

Vilji til að efla rannsóknir

Aðspurður segir Þorsteinn það ekki fara á milli mála að það sé vilji til að efla hafrannsóknir. „Það er vilji stjórnvalda að efla rannsóknir meðal annars á möguleikum fiskeldis og rannsóknir og vöktun á áhrifum fiskeldis,“ segir hann. Þessa sjái stað í fjármálaætlun til fimm ára sem Hafrannsóknastofnun vinni eftir.

„Það sem hins vegar gerir okkur erfitt fyrir í þessu samhengi er að þó að það sé sterkur vilji þá enda fjárlögin nánast undantekningarlaust með einhverri aðhaldskröfu,“ segir Þorsteinn.

„Við viljum og höfum alltaf reynt að verja þessa vöktun sem er nauðsynleg til að við getum veitt góða ráðgjöf um nýtingu. Það er strögglið; hvernig við getum haldið áfram nauðsynlegum vöktunarrannsóknum og á sama tíma gert grunnrannsóknir líka,“ segir Þorsteinn.

Mjög agað kerfi á Íslandi

Spurður hvort Íslendingar standi sig vel miðað við aðrar þjóðir gagnvart hafrannsóknum segir Þorsteinn að alveg megi segja það. Hér sé einnig kominn á mikill agi í allri ákvarðanatöku í þessum efnum.

„Allir ráðherrar undanfarna áratugi hafa verið að fara eftir okkar ráðum og hafa verið að kalla eftir vinnu við að setja niður aflareglur. Við köllum þetta ráðgjöf en erum þá einfaldlega að reikna út frá einhverju sem búið er að ákveða af stjórnvöldum,“ segir Þorsteinn.

Viðtalið við Þorstein í heild er að finna í tímariti Fiskifrétta.

Nú styttist í að Hafrannsóknastofnun fái afhent nýtt og glæsilegt rannsóknarskip sem erí smíðum í Vigo á Spáni.

„Það er spennandi verkefni og aukið álag á marga í tengslum við það núna,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í ítarlegu viðtali í tímariti Fiskifrétta.

„Smíðin er komin það langt að nú erum við að taka endanlegar ákvarðanir um marga smáþætti sem varða margt fólk. Þótt það sé búið að semja um verð, teikningar og nánast allt sem hægt er að semja um í tengslum við skipið þá eru minniháttar breytingar eða færslur á búnaði,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar fyrir miðju ásamt Sævari Birgissyni hönnuði og Sverri Péturssyni eftirlitsmanni við Þórunni Þórðardóttur á  smíðastað í Vigo á Spáni. Mynd/Aðsen
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar fyrir miðju ásamt Sævari Birgissyni hönnuði og Sverri Péturssyni eftirlitsmanni við Þórunni Þórðardóttur á smíðastað í Vigo á Spáni. Mynd/Aðsen

Meðal annars er verið að teikna upp og ganga frá millidekki. Þorsteinn segir að ef það sé ekki alveg í samræmi við það sem áformað sé þurfi að leiðrétta það. Margir komi að málum og sjálfur hafi hann farið nokkrum sinnum til Vigo.

Rætt hefur verið um að nýja rannsóknarskipið verði afhent í nóvember næstkomandi og Þorsteinn segir þrýst á skipasmíðastöðina svo það gangi eftir. „En þegar verið er að smíða skip eins og þetta, sem er ekki bara eins og heilt bæjarfélag heldur líka innviðir vísindastofnunar samhliða, þá er þetta flókið verkefni,“ segir hann.

Öflugri með kynslóðaskiptum

Spurður um mikilvægi nýja rannsóknarskipsins bendir Þorsteinn á að verið sé að fá skip sem komi í stað Bjarna Sæmundssonar sem hafi komið til landsins 19. desember 1970 og sé því að verða 54 ára ára gamall.

Skipið ber nafnið Þórunn Þórðardóttir eftir fyrstu íslensku konunni sem  var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum  og mikill frumkvöðull í rannsóknum á  smáþörungum í hafinu við Ísland. Mynd/Hafró
Skipið ber nafnið Þórunn Þórðardóttir eftir fyrstu íslensku konunni sem var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum og mikill frumkvöðull í rannsóknum á smáþörungum í hafinu við Ísland. Mynd/Hafró

„Þannig að þetta eru kynslóðaskipti. Öll aðstaða til rannsókna er allt önnur, bæði hvað varðar aðbúnað áhafnar og rannsóknarfólks og rannsóknaraðstöðu. Tækjabúnaðurinn er mun betri en í Bjarna en við erum svo sem ekki búin að uppfæra lengi þar,“ segir Þorsteinn. Starfið muni ganga hraðar fyrir sig á Þórunni Þórðardóttur.

„Þetta er bara eins og að skipta út gömlu Lödunni fyrir alvöru bíl. Öll aðstaða og möguleikar eru til að gera miklu flottari hluti heldur en við höfum getað leyft okkur með Bjarna. Með þessu er ég alls ekki að segja að Bjarni Sæmundsson sé slæmur. Þvert á móti verður söknuður að þessu frábæra skipi sem hefur þjónað okkur svo vel,“ segir Þorsteinn.

Vilji til að efla rannsóknir

Aðspurður segir Þorsteinn það ekki fara á milli mála að það sé vilji til að efla hafrannsóknir. „Það er vilji stjórnvalda að efla rannsóknir meðal annars á möguleikum fiskeldis og rannsóknir og vöktun á áhrifum fiskeldis,“ segir hann. Þessa sjái stað í fjármálaætlun til fimm ára sem Hafrannsóknastofnun vinni eftir.

„Það sem hins vegar gerir okkur erfitt fyrir í þessu samhengi er að þó að það sé sterkur vilji þá enda fjárlögin nánast undantekningarlaust með einhverri aðhaldskröfu,“ segir Þorsteinn.

„Við viljum og höfum alltaf reynt að verja þessa vöktun sem er nauðsynleg til að við getum veitt góða ráðgjöf um nýtingu. Það er strögglið; hvernig við getum haldið áfram nauðsynlegum vöktunarrannsóknum og á sama tíma gert grunnrannsóknir líka,“ segir Þorsteinn.

Mjög agað kerfi á Íslandi

Spurður hvort Íslendingar standi sig vel miðað við aðrar þjóðir gagnvart hafrannsóknum segir Þorsteinn að alveg megi segja það. Hér sé einnig kominn á mikill agi í allri ákvarðanatöku í þessum efnum.

„Allir ráðherrar undanfarna áratugi hafa verið að fara eftir okkar ráðum og hafa verið að kalla eftir vinnu við að setja niður aflareglur. Við köllum þetta ráðgjöf en erum þá einfaldlega að reikna út frá einhverju sem búið er að ákveða af stjórnvöldum,“ segir Þorsteinn.

Viðtalið við Þorstein í heild er að finna í tímariti Fiskifrétta.