Þorskur er vinsæll nýársmatur í Danmörk en Dönum fannst þorskurinn dýr að þessu sinni. Heill nýr þorskur, út úr fiskbúð kostaði 2.275 íslenskar krónur kílóið (100 DKK) en á sama tíma fyrir ári kostaði hann 1.365 krónur á kíló (60 DKK).
Skýringin á þessum verðhækkunum er sú að milli jóla og nýárs voru miklu færri uppboðsdagar hjá fiskmörkuðum en voru fyrir ári síðan. Það þrýsti verðinu upp í hæstu hæðir.
Frá þessu er greint á vefnum fiskerforum.dk