Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, suðaustan- og austanlands frá mánudegi til föstudags skiluðu lægra mati á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan á sömu slóðum. „Það er því ljóst að niðurstöðurnar munu leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar,” segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Hafrannsóknastofnun ráðgerir engu að síður að Árni Friðiksson fari til loðnuleitar norður að landinu öðru hvoru megin við næstu helgi.

Myndin til vinstri sýnir leiðarlínur Aðalsteins Jónssonar (blá) og Polar Ammassak (bleik) 27.-31. janúar 2025  og mislangar línur þvert á leiðarlínur endurspegla þéttleika loðnu. Hægri myndin sýnir þéttleika loðnu.
Myndin til vinstri sýnir leiðarlínur Aðalsteins Jónssonar (blá) og Polar Ammassak (bleik) 27.-31. janúar 2025 og mislangar línur þvert á leiðarlínur endurspegla þéttleika loðnu. Hægri myndin sýnir þéttleika loðnu.