Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, suðaustan- og austanlands frá mánudegi til föstudags skiluðu lægra mati á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan á sömu slóðum. „Það er því ljóst að niðurstöðurnar munu leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar,” segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Hafrannsóknastofnun ráðgerir engu að síður að Árni Friðiksson fari til loðnuleitar norður að landinu öðru hvoru megin við næstu helgi.