Huldu Björnsdóttur GK, nýjum ísfisktogara Þorbjarnar í Grindavík, var siglt inn til heimahafnar í gærmorgun og formleg móttökuathöfn verður síðdegis í dag. Á heimsiglingunni frá Gijón á Spáni til Íslands setti skipið ný viðmið í olíusparnaði. Annað sem vakti sérstaka athygli áhafnarinnar undir stjórn Vals Péturssonar skipstjóra var hljóðvistin sem þótti einstaklega þægileg og afslöppuð

Framundan eru svokallaðir uppkeyrslutúrar hjá Huldu Björnsdóttur GK þar sem öll kerfi eru fínstillt og það lagfært sem lagfæra þarf. Þetta gæti orðið einn túr eða fleiri því misjafnt er hvað kemur upp í nýsmíðum. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu skipstjóra á Huldu Björnsdóttur GK en Valur Pétursson, sem hefur verið skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, sigldi skipinu heim frá Spáni og verður í það minnsta með það í uppkeyrslutúrum sem framundan eru.

Hulda hjá Þorbirni fyrsta kastið

Framundan er sömuleiðis uppskipting á Þorbirni hf. í þrjú félög og af þeim sökum er ekki ljóst á þessari stundu hvort einhverju skipi verði lagt í stað nýsmíðinnar. Uppskiptingin er í raun frágengin og er í lögbirtingarferli sem tekur ákveðinn tíma. Gjörningurinn ætti að vera orðinn formlegur í næsta mánuði en þá taka börn Gunnars, Eiríks og Gerðar Tómasbarna við eignum Þorbjarnar hf. í þremur sjálfstæðum félögum. Auk Sturlu GK gerir Þorbjörn nú út frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK og nú er Hulda Björnsdóttir GK að bætast í flotann. Frystitogararnir og Sturla GK munu hafna inni í nýjum félögum en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um inni í hvaða félagi ný Hulda Björnsdóttir GK endar.

Úr brú Huldu Björnsdóttur GK. Mynd/Armon
Úr brú Huldu Björnsdóttur GK. Mynd/Armon

Félag í eigu Gunnlaugs Eiríksssonar, sonar Eiríks Tómassonar heitins, mun gera út Tómas Þorvaldsson GK og félag í eigu Óskars Gunnarssonar, sonar Gunnars Tómassonar, mun gera út Hrafn Sveinbjarnarson GK. Þorbjörn hefur ákveðið að keyra ekki upp vinnsluna í Grindavík eins og aðstæður eru þar núna heldur munu aðrar vinnslur vinna hráefnið, eins og Fiskkaup, Þórsnes og Hraðfrystihús Hellisands auk þess sem selt hefur verið á markaði og óunninn fiskur farið erlendis í gámum.

340 lítrar á klukkustund

Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri hefur fylgst með smíðinni frá upphafi eða alveg frá því að skrifað var undir samninga um smíði á þessu 58 metra langa, hátæknivædda skipi í mars 2022. Hann sagði að heimferðin hefði gengið eins og í sögu. Síðasta spölinn var aðeins slegið af og siglt á 11,5 mílna hraða til að stilla heimkomuna inn á flóð. Skipið verður til sýnis gestum og gangandi á milli klukkan 16 og 19 í dag.

Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri.
Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri.

„Núna síðasta spölinn á heimsiglingunni á 11-12 mílna hraða er olíunotkunin um 340 lítrar á klukkustund. Til samanburðar eyðir Tómas Þorvaldsson GK á sama ganghraða yfir 500 lítrum á klukkustund,“ sagði Hrannar Jón þegar rætt var við hann í gær. „Ef Tómas og Hulda myndu sigla hlið við hlið á 11,5 mílna ferð myndi Hulda nota 8.000 lítra á sólarhring en Tómas 12.000 lítra. Hann er vissulega stærra skip en toglega séð eru þau mjög svipuð. Við veiðarfæraprófanir úti á Spáni vorum við með nákvæmlega eins veiðarfæri og Tómas er með. Tómas er með 4.080 hestafla aðalvél en Hulda með 3.180 hestafla aðalvél. Með þessi veiðarfæri í prófununum var hún á 60% álagi. Engu að síður má segja að þessi veiðarfæri séu óþarflega stór fyrir Huldu því þau eru hönnuð fyrir djúpslóðina á grálúðu fyrir vestan fyrir Tómas. Þetta eru stór og þung veiðarfæri og mun þyngri en þarf uppi á grunnslóð. Þetta var hugsað meira sem prófun. Ef hún gæti dregið þessi veiðarfæri og unnið með þau að þá værum við í góðum málum,“ segir Hrannar Jón.

Vinnslan í Huldu Björnsdóttur GK kemur frá Micro.
Vinnslan í Huldu Björnsdóttur GK kemur frá Micro.

Hrannar Jón segir að áhöfnin hafi haft orð á því hve hljóðvistin væri góð í skipinu. Gerð var prófun á skipinu að áeggjan Skipasýnar, sem hannaði skipið – prófun sem er ekki lögboðin fyrir þetta skip. Öll rannsóknaskip þurfa að uppfylla þessa prófun og á siglingu hélt Hulda sér undir þessari tilteknu kúrfu. Þetta þýðir að hljóð frá skipinu hafa ekki áhrif á mælitæki sem sett eru í hafið. Prófunin leiddi í ljós að Hulda er hæf sem rannsóknaskip að þessu leyti.

Huldu Björnsdóttur GK, nýjum ísfisktogara Þorbjarnar í Grindavík, var siglt inn til heimahafnar í gærmorgun og formleg móttökuathöfn verður síðdegis í dag. Á heimsiglingunni frá Gijón á Spáni til Íslands setti skipið ný viðmið í olíusparnaði. Annað sem vakti sérstaka athygli áhafnarinnar undir stjórn Vals Péturssonar skipstjóra var hljóðvistin sem þótti einstaklega þægileg og afslöppuð

Framundan eru svokallaðir uppkeyrslutúrar hjá Huldu Björnsdóttur GK þar sem öll kerfi eru fínstillt og það lagfært sem lagfæra þarf. Þetta gæti orðið einn túr eða fleiri því misjafnt er hvað kemur upp í nýsmíðum. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu skipstjóra á Huldu Björnsdóttur GK en Valur Pétursson, sem hefur verið skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, sigldi skipinu heim frá Spáni og verður í það minnsta með það í uppkeyrslutúrum sem framundan eru.

Hulda hjá Þorbirni fyrsta kastið

Framundan er sömuleiðis uppskipting á Þorbirni hf. í þrjú félög og af þeim sökum er ekki ljóst á þessari stundu hvort einhverju skipi verði lagt í stað nýsmíðinnar. Uppskiptingin er í raun frágengin og er í lögbirtingarferli sem tekur ákveðinn tíma. Gjörningurinn ætti að vera orðinn formlegur í næsta mánuði en þá taka börn Gunnars, Eiríks og Gerðar Tómasbarna við eignum Þorbjarnar hf. í þremur sjálfstæðum félögum. Auk Sturlu GK gerir Þorbjörn nú út frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK og nú er Hulda Björnsdóttir GK að bætast í flotann. Frystitogararnir og Sturla GK munu hafna inni í nýjum félögum en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um inni í hvaða félagi ný Hulda Björnsdóttir GK endar.

Úr brú Huldu Björnsdóttur GK. Mynd/Armon
Úr brú Huldu Björnsdóttur GK. Mynd/Armon

Félag í eigu Gunnlaugs Eiríksssonar, sonar Eiríks Tómassonar heitins, mun gera út Tómas Þorvaldsson GK og félag í eigu Óskars Gunnarssonar, sonar Gunnars Tómassonar, mun gera út Hrafn Sveinbjarnarson GK. Þorbjörn hefur ákveðið að keyra ekki upp vinnsluna í Grindavík eins og aðstæður eru þar núna heldur munu aðrar vinnslur vinna hráefnið, eins og Fiskkaup, Þórsnes og Hraðfrystihús Hellisands auk þess sem selt hefur verið á markaði og óunninn fiskur farið erlendis í gámum.

340 lítrar á klukkustund

Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri hefur fylgst með smíðinni frá upphafi eða alveg frá því að skrifað var undir samninga um smíði á þessu 58 metra langa, hátæknivædda skipi í mars 2022. Hann sagði að heimferðin hefði gengið eins og í sögu. Síðasta spölinn var aðeins slegið af og siglt á 11,5 mílna hraða til að stilla heimkomuna inn á flóð. Skipið verður til sýnis gestum og gangandi á milli klukkan 16 og 19 í dag.

Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri.
Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri.

„Núna síðasta spölinn á heimsiglingunni á 11-12 mílna hraða er olíunotkunin um 340 lítrar á klukkustund. Til samanburðar eyðir Tómas Þorvaldsson GK á sama ganghraða yfir 500 lítrum á klukkustund,“ sagði Hrannar Jón þegar rætt var við hann í gær. „Ef Tómas og Hulda myndu sigla hlið við hlið á 11,5 mílna ferð myndi Hulda nota 8.000 lítra á sólarhring en Tómas 12.000 lítra. Hann er vissulega stærra skip en toglega séð eru þau mjög svipuð. Við veiðarfæraprófanir úti á Spáni vorum við með nákvæmlega eins veiðarfæri og Tómas er með. Tómas er með 4.080 hestafla aðalvél en Hulda með 3.180 hestafla aðalvél. Með þessi veiðarfæri í prófununum var hún á 60% álagi. Engu að síður má segja að þessi veiðarfæri séu óþarflega stór fyrir Huldu því þau eru hönnuð fyrir djúpslóðina á grálúðu fyrir vestan fyrir Tómas. Þetta eru stór og þung veiðarfæri og mun þyngri en þarf uppi á grunnslóð. Þetta var hugsað meira sem prófun. Ef hún gæti dregið þessi veiðarfæri og unnið með þau að þá værum við í góðum málum,“ segir Hrannar Jón.

Vinnslan í Huldu Björnsdóttur GK kemur frá Micro.
Vinnslan í Huldu Björnsdóttur GK kemur frá Micro.

Hrannar Jón segir að áhöfnin hafi haft orð á því hve hljóðvistin væri góð í skipinu. Gerð var prófun á skipinu að áeggjan Skipasýnar, sem hannaði skipið – prófun sem er ekki lögboðin fyrir þetta skip. Öll rannsóknaskip þurfa að uppfylla þessa prófun og á siglingu hélt Hulda sér undir þessari tilteknu kúrfu. Þetta þýðir að hljóð frá skipinu hafa ekki áhrif á mælitæki sem sett eru í hafið. Prófunin leiddi í ljós að Hulda er hæf sem rannsóknaskip að þessu leyti.