Vegna stóraukinna umsvifa danska veiðarfæraframleiðandans Nordsötrawl AS i Thyborön er nú í byggingu 2.600 fermetra verksmiðjuhúsnæði sem verður tekið í notkun í sumar.

Mun nýbyggingin að stærstum hluta nýtast sem aukið rými fyrir veiðarfæraframleiðsluna en þar verða einnig skrifstofur fyrirtækisins.

Fjallað er um þetta verkefni á heimasíðu Nordsötrawl en félagið er eitt af dóttur- og hlutdeildarfélögum Hampiðjunnar. Þar er haft eftir Flemming Ruby framkvæmdastjóra að um leið og nýja verksmiðjan verði tekin í notkun verði gömlum framleiðslubúnaði skipt út fyrir nýjan. Búið er að selja núverandi húsnæði Nordsötrawl.

Sjá nánar á vef Hampiðjunnar.