Síðastliðinn sunnudag var hin nýja og glæsilega Þurrkstöð FISK að Skarðseyri á Sauðárkróki opin almenningi til sýnis.

Með tilkomu nýju verksmiðjunnar minnkar verkunartíminn úr 2-3 mánuðum við útiþurrkun í 1-2 vikur og verður því framleiðslan stöðugri og gæði afurðar tryggari. Einnig verður vinnuumhverfið og öryggi starfsfólks mun betra.

Um 300 manns nýttu tækifærið og skoðuðu verksmiðjuna, segir á vef FISK Seafood.