Nýjustu rannsóknir hjá Matís lúta nú að frystingu mismunandi fisktegunda og mismunandi frystitækni. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor hjá HÍ, segir í viðtali við Fiskifréttir að á þessu sviði eigi eftir að koma fram upplýsingar sem sennilega munu gerbreyta þeirri mynd sem menn hafi gert sér af frystingu fram til þessa.

Matís hefur um langt skeið unnið að margvíslegum verkefnum í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki og háskólasamfélagið. Eitt slíkt verkefni sem m.a. er unnið í samstarfi við HB Granda, Samherja, Síldarvinnsluna, Skagann o.fl. lýtur að frystingu sjávarafurða. Leitt hefur verið í ljós að frysting er mun flóknara geymslumynstur en áður hefur verið talið.

Sigurjón segir að frysting þurfi að vera mismunandi eftir fisktegundum og jafnvel eftir því hvenær á árinu fiskurinn er veiddur.

Sjá nánar viðtal í nýjustu Fiskifréttum.