Fyrirtækið Arctic Fish er nú að láta reisa nýja seiðaeldisstöð fyrir botni Tálknafjarðar. Samanlagt verður byggingin um 11.000 fermetrar og þar með stærsta bygging á Vestfjörðum, að talið er.

Greint er frá þessu á bb.is. Þar segir að 14 iðnaðarmenn vinni við að reisa byggingarnar, þ.e. 3.700 fermetra skála sem hver um sig mun hýsa 350 rúmmetra ker.

Um 500.000 eldisfiskar eru framleiddir á ári í eldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði.