Í ljósi þeirra miklu breytinga sem hafa orðið í útflutningi á sjávarafurðum frá Íslandi og þá miklu hlutdeild ferskfisks í honum hefur mikilvægi rannsókna á útbreiðslu hringorms í bolfiski aukist gríðarlega .
Jón Steinn Elíasson, forstjóri Toppfisks, sem er einn af stærri vinnsluaðilum og útflytjendum ferskfisks á Íslandi, segir að hringormur sé stórt vandamál og beinlínis hættulegt vegna mikillar sölu á ferskfiski frá Íslandi. Hann vill að sýkt veiðisvæði verði merkt hjá fiskmörkuðum þannig að fiskkaupendur geti sneitt hjá fiski sem þar hefur verið veiddur.
Engar rannsóknir hafa farið fram á útbreiðslu hringorms sl. 15 ár en nú hefur Matís í samstarfi við Erling Hauksson sjávarlíffræðing hjá Sjávarrannsóknassetrinu Vör, hrundið af stað rannsókn á þessu sviði.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.