Nýr nytjastofn er líklega fundinn hér við land. Er hér um að ræða krabbategund, grjótkrabba, sem þykir lostæti. Rannsóknir benda til að hann finnist hér í nýtanlegu magni í Hvalfirði. Enn er þó alls óvíst í hve miklum mæli, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Grjótkrabbi fannst fyrst hér við land árið 2006. Undanfarin ár hafa tveir ungir líffræðingar unnið að rannsóknum á krabbanum. Tilraunaveiðar eru liður í þeim rannasóknum. Þær hafa gefið góða raun og nú þegar gæti hugsanlega verið grundvöllur fyrir fáeina smábáta til að stunda krabbaveiðar yfir sumarið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.