Ákveðið hefur verið að endurnýja uppsjávarskipið Gitte Henning, flaggskip danska fiskiskipaflotans. Það er norska fyrirtækið Salt Ship Design sem fengið hefur það verkefni að hanna nýja skipið. Verður það smíðað hjá Myklelbust Verft í Gursken og á að afhendast 2017. Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins .
Nýja Gitte Henning verður 90,5 metrar á lengd og 17,8 metrar á breidd. Það getur borið 3.600 rúmmetra af afla í kældum tönkum. Einstaklingsklefar verða fyrir 13 manns í áhöfn.
Núverandi Gitte Henning var afhent nýsmíðuð fyrrihluta árs 2014 þannig að segja má að endurnýjun þess beri nokkuð brátt að. Það skip er er um 86 metra langt og 17,6 metra breitt og ber 3.200 tonn.