,,Ný heildarlög um stjórn fiskveiða verða tæplega sett á yfirstandandi þingi. Það bíður betri tíma,“ segir Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna í grein sem hann ritar í Fiskifréttir í dag.

Þessi ummæli benda til þess að stjórnarflokkarnir hafi fallið frá því að reyna að afgreiða ný lög um stjórn fiskveiða fyrir kosningar, en Björn Valur hefur tekið ríkan þátt í undirbúningi nýrra fiskveiðistjórnunarlaga á síðustu misserum.