Nú á dögunum var afgreiddi Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nýjan smábát af gerðinni Cleopatra 33 til Lorient á vesturströnd Frakklands. Báturinn hefur hlotið nafnið Le Mercenaire og mælist 11 brúttótonn.
Kaupandi bátsins er Eddy Morange sjómaður frá Lorient. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M tengd ZF286IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.
Le Mercenaire er útbúinn til gildruveiða á krabba og humri. Lest bátsins er með úðunarkerfi til að halda skelfiski lifandi um borð.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði. Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um miðjan mánuðinn.