Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til bæjarins Nervei í Finnmörku í Noregi. Kaupandi bátsins er Per Birger Persen sem jafnframt verður skipstjóri.
Báturinn hefur hlotið nafnið Karl-Torgeir. Hann mælist 11 brúttótonn. Karl-Torgeir er af gerðinni Cleopatra 33.
Aðalvél bátsins er Cummins QSC8.3 490hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad. Hann er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er gerður til neta- og gildruveiða.
Búnaður til netaveiða kemur frá Rapp í Noregi. Krani er frá TMP. Öryggisbúnaður er frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu. Borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu. Báturinn hefur þegar hafið veiðar.