Nýjar leiðir væru farnar við að taka línuna inn á plastfiskibátnum Ingvaldson sem Seigla á Akureyri smíðaði fyrir norskan kaupanda og afhenti fyrir skömmu.
Línan er dregin inn um hliðarlúgu við sjólínu, fiskurinn losnar af króknum sjálfkrafa inni í litlu hólfi og dettur niður á færiband sem flytur hann upp á vinnsludekk þar sem gert er að honum. Enginn þarf því að standa við borðstokkinn með gogginn við línudráttinn og lítil hætta er á að fiskurinn losni af krókunum á síðustu metrunum eins og gerist stundum þegar fiskur er dreginn inn með gamla laginu.
Þessi aðferð er reyndar ekki óþekkt á bátum í Noregi en enginn bátur á Íslandi er útbúinn á þennan hátt.
Ingvaldson er 33 brúttólestir að stærð, 15 metra langur og 4,8 metra breiður.
Nánar segir frá bátnum í nýjustu Fiskifréttum.