Þrjú hundruð og fimmtán túnfisksjómanna er saknað úti af ströndum Filippseyja eftir að fellibylurinn Paplo gekk yfir eyjarnar, samkvæmt frétt CNN.

Samtök sjómanna á Filippseyjum kenna túnfiskútgerðarfyrirtækjum um hversu margra sjómanna er saknað og segja að fyrirtækin hafi sent 46 túnfiskskip á veiðar þrátt fyrir aðvaranir og tilmæli um að gera það ekki vegna yfirvofandi fellibyls. Fyrirtækin eru sökuð um að hafa fórnað lífi sjómannanna fyrir væntanlegan gróða af veiðunum. Landhelgisgæsla Filippseyja er einnig gagnrýnd fyrir að hleypa skipunum á sjó þrátt fyrir aðvaranir.

Starfi túnfisksjómanna á Filippseyjum er líkt við þrælahald þar sem réttur fiskmannanna er enginn. Farið hefur verið fram á opinbera rannsókn á málinu og að þeir sem tóku ákvörðum um að senda skipin á sjó verði dregnir til ábyrgðar.