Makrílveiðar smábáta eru mikið í umræðunni um þessar mundir. Landssamband smábáteigenda leggur kappa á að handfærapotturinn verði stækkaðu. Á heimsasíðu LS er ítrekað að útgerðir á annað hundrað smábáta ætli að stunda veiðarnar á komandi vertíð.

Á vef LS segir einnig að félagsmenn hafi heldur ekki legið á skoðunum sínum varðandi makrílveiðarnar. Birt er grein eftir Ásmund Skeggjason smábátasjómann sem nefnist: Nú er lag Steingrímur, látum verkin tala.

Ásmundur lýkur grein sinnimeð þessum orðum: Hvet ég því ráðherra til að auka rausnarlega við fyrirhugaða úthlutun til handfæraveiða á komandi ári og úthluta að minnsta kosti 20.000 tonnum í handfærapottinn. Flestir eru sammála um að öll efnisleg rök eru fyrir því að stórauka skuli hlut handfæraveiða við landið, hvort sem er af efnahagslegum eða samfélagslegum ástæðum.“

Sjá nánar http://www.smabatar.is/2013/03/nu-er-lag-steingrimur-latum-ve.shtml