Þorskur frá Noregi mætir nú harðri samkeppni á Spánarmarkaði frá eldisfisknum pangasius frá Víetnam.
Spánverjar sporðrenndu fjórum sinnum meira af pangasius en þorski frá Noregi á síðasta ári og allar líkur benda til þess að markaðurinn verði Norðmönnum jafnerfiður á þessu ári.
Hagtölur frá Víetnam sýna að frá janúar til nóvember 2010 voru flutt út um 48.400 tonn af pangasius til Spánar. Þetta er um 2,6% aukning frá sama tíma árinu áður. Talið er að útflutningurinn fari vel yfir 50 þúsund tonn á þessu ári. Hér eru um að ræða flök, roðlaus og beinlaus.
Tölur sýna að neysla Spánverja á norskum þorski hafi dottið niður í 13 þúsund tonn sem þýðir sem sagt að Spánverjar borði nú um það bil fjórum sinnum meira af pangasius en norskum þorski.
Heimild: www.fis.com