Útflutningur sjávarafurða frá Noregi hefur aukist um 12% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 miðað við sama tíma í fyrra. Aukninguna má aðallega rekja til þess að meira er flutt út af laxi en áður og betra verð fæst fyrir laxinn. Verðmæti afurða úr makríl og síld lækkaði en jókst í skreið, saltfiski og ferskum þorski.

Heildarútflutningsverðmæti norskra sjávarafurða fyrstu tvo mánuði ársins var 7,7 milljarðar (um 170 milljarðar ísl. kr.). Þar af nam útflutningurinn í febrúar 4,2 milljörðum (92 milljarðar ísl.), sem er 18,5% aukning frá febrúar í fyrra. Bæði í janúar og febrúar voru slegin útflutningsmet.

Á fyrstu tveim mánuðum ársins nam útflutningsverðmæt á laxi um 3,8 milljörðum (83 milljarðar ísl.). Magnið var um 112 þúsund tonn, sem er 19% aukning. Útflutningur á laxi til Bandaríkjanna jókst verulega en Frakkland er áfram stærsti markaðurinn fyrir norskan lax.

Útflutningur á ferskum þorski og ferskum þorskafurðum nam 232 milljónum í janúar og febrúar og jókst um 31%.

Heimild: www.fiskebat.no