Norskur saltfskur á í vök að verjast á Brasilíumarkaði fyrir ódýrari kínverskum saltfiski. Norskir framleiðendur eru að missa markaðshlutdeild meðan kínverskir framleiðendur eru að auka sina.
Roðlaus og beinlaus saltfiskur frá Kína tilbúinn til matreiðslu kostar 920 íslenskar krónur kilóið í stórmörkuðum í borginni Recife í NA-Brasilíu meðan hefðbundinn þurrkaður óútvatnaður norskur saltfiskur með beinum og roði kostar 1.265 ISK/kg. Norski fiskurinn er 38% dýrari enda þótt hann þarfnist meiri undirbúnings fyrir matreiðslu,
Sú var tíðin að Norðmenn voru með 90% saltfiskmarkaðarins í Brasilíu en hlutdeild þeirra hefur hrapað niður í 54% í magni. Hlutdeild Kínverja er 23% og Portúgala 23%.
Heildarsaltfiskmarkaðurinn í Brasilíu er 53.000 tonn og stóð í stað á síðasta ári. Sala Norðmanna minnkaði um 5% á árinu en sala Kínverja jókst um 16%
Frá þessu er skýrt í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi.