Maímánuður síðastliðinn skilaði met verðmætum fyrir þennan mánuð í útflutningi á laxi og laxaafurðum frá Noregi. Útflutningsverðmæti jókst um 26% miðað við sama tíma í fyrra og fór í 509 milljónir NOK (10 milljarða ISK).

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur útflutningur á laxi aukist um 10% í magni miðað við sama tímabil í fyrra og nemur um 59 þúsund tonnum. Verðið hefur hækkað um 14% og er nú um 40 NOK á kíló, eða 783 ISK. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir laxinn frá því í júní 2006.

Heimild: www.fis.com