Hæstiréttur Noregs hefur dæmt framkvæmdastjóra hjá norska stórfyrirtækinu Grieg Seafood Group, sem er leiðandi fyrirtæki í laxeldi í heiminum, í 90 daga fangelsi, þar af 30 daga óskilorðsbundið, fyrir að falsa skýrslur um laxalús og þéttleika í fiskeldiskvíum í stöð fyrirtækisins í Finnmörku í Norður-Noregi.
Áður höfðu yfirvöld efnahagsbrota í Noregi (Ökukrim) dæmt Finnmerkurdeild Grieg Seafood í sekt sem nam jafnvirði 40 milljóna íslenskra króna.
Skýrt er frá þessu á vefnum Undercurrentnews.com. Þar segir ennfremur að dómurinn sé sá fyrsti sinnar tegundar í Noregi þar sem umhverfisglæpur í fiskeldi komi komi við sögu.