Í upphafi ársins 2011 voru 2.782 sjómenn og 6.256 fiskiskip skráð í Noregi. Sjómönnum hefur fækkað um 2% frá ársbyrjun 2010. Þetta kemur fram í frétt á vef norsku síldarsölusamtakanna. Meðalaldur sjómanna í Noregi hefur farið úr 39,3 árum árið 1990 í 45,3 ár árið 2011. Meðalaldur þeirra sem stunda sjóinn í hlutastarfi hefur farið úr 66 árum í 65,4 ár á sama tímabili. Hlutfall sjómanna yngri en 30 ára hefur einnig lækkað úr 33% árið 1990 í 18% árið 2011.