Norska ríkið undirritaði í gær samninga við skipasmíðastöðina Fincantieri í Genóva á Ítalíu um smíði fullkomins rannsóknaskips fyrir Norðmenn sem sinna mun rannsóknum í Norður- og Suður-Íshafinu. Áætlaður kostnaður er 1,4 milljarðar norskra króna eða jafnvirði 28 milljarða íslenskra.
Skipið mun fá nafnið Hákon krónprins og verður heimahöfnin í Tromsö í Norður-Noregi. Skipið verður eitt allra fullkomnasta íshafsrannsóknaskip í heiminum en það er hannað af Rolls Royce Marine.
Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent á seinni helmingi ársins 2016 og verði tilbúið í fyrsta vísindaleiðangurinn í ársbyrjun 2017.