Mikill niðurskurður á kvóta í þorski og kóngakrabba í Noregi mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir strandveiðimenn af því er Fiskeribladet hefur eftir einum þeirra, Magne Berntsen.
„Þetta mun hafa hörmulegar afleiðingar vegna þess að það hvíla há lán á kvótunum sem við höfum keypt,“ segir Berntsen sem er með tvo báta ásamt konu sinni. Segir hann rót vandans vera að kvóti gangi kaupum og sölum og hafi safnast á færri báta.
„Litli strandveiðiflotinn er taparinn í þessu máli með minni kvóta,“ segir Berntsen sem fyrir sitt leyti reiknar þó með að geta haldið sínum rekstri réttu megin við strikið. „En Robertsen þetta verður afar erfitt, sérstaklega fyrir landvinnsluna,“ segir hann.
Útlitið var bjart en er nú svart
Annar veiðimaður, Frode Robertsen, segir við Fiskeribladet að hann geri ráð fyrir að nær allt sem hann selji á þessu ári fari í að dekka lán og rekstur. Minni kvótar í þorski og kóngakrabba færi strandveiðisamfélög mörg skref aftur á bak.
Robertsen keypti 35 feta bát fyrir um tveimur árum og þá var útlitið bjart. En nú hafi kvótinn í þorski dregist saman um 67 prósent og um 70 prósent í kóngakrabba. Það hafi mikinn tekjumissi í för með sér. Hann kveðst þegar hafa veitt nær allan þorskkvóta ársins en tekjurnar dugi ekki fyrir laun mannskapsins eða öðrum rekstrarkostnaði. Hann greiði sjálfum sér ekki laun en komi samt út í mínus.
Kveðst Robertsen telja að sjómenn neyðist til að selja nýja og nýlega báta og kaupa í staðinn gamla báta sem séu síður öryggir.
Tor-Erik Labahå, sem er sveitarstjórnarfulltrúi í Vardø, segir stöðuna mjög alvarlega. Jafnvel megi búast við að íbúum þar fækki sem ekki hafa gerst í langan tíma. Hann telur að ríkið þurfi að koma til aðstoðar.
Málið í hnotskurn
Fiskeribladet tekur í umfjöllun sinni saman helstu atriði málsins:
Strandveiðimenn missi um það bil þriðjung af kvótanum í þorski og kóngakrabba. Það er vegna þess að stofnar þessara tegunda hafa dregist verulega saman.
Niðurskurðurinn getur haft tugmilljóna króna tap í för með sér fyrir einstaka veiðimenn. Róðurinn er sérstaklega þungur fyrir þá sem er með mikið af áhvílandi lánum.
Nærsamfélögin verða fyrir áhrifum af því að fiskibátar skila ekki nægu hráefni til að tryggja atvinnu. Þetta hefur áhrif á annað atvinnulíf og dregur úr tekjum af skatti.