Þorskkvóta í Barentshafi upp á 2.200 tonn, sem ætlaður var Færeyingum samkvæmt fiskveiðisamningi Noregs og Færeyja, verður úthlutað norska línuflotanum í ár. Þetta hefur norska sjávarútvegsráðuneytið tilkynnt.

Vegna makríldeilunnar hafa norsk stjórnvöld neitað að framfylgja samningi landanna um gagnkvæmar veiðiheimildir  og því hafa færeysk skip verið svipt kvótum sínum í Barentshafi og norskum skipum er úthýst úr færeyskri lögsögu. Norska línuflotanum er nú úthlutað færeyska kvótanum sem sárabótum fyrir að þurfa að láta af veiðum á löngu og keilu í færeyskri lögsögu.