Niðurstöður í makrílleiðangri Árna Friðrikssonar endurspegla dreifingu makrílskipaflotans. Mesti þéttleikinn er er fyrir sunnan land. Ennfremur hefur norsk-íslenski síldarstofninn nú teygt sig langt vestur eftir íslenskri lögsögu.
„Það er víða makríll, eins og verið hefur. Við höfum ekki skoðað nákvæmlega stærð hans í samanburði við fyrri ár. Það er útbreiðslan og magnið sem við erum að rannsaka,“ sagði Guðmundur Óskarsson leiðangursstjóri.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.