Breska dagblaðið The Guardian hefur að undanförnu fjallað um tælenska matvælafyrirtækið CP Foods, sem sakað er um að gera út þrælaskip til veiða á rækju.

Nú hafa norskir fjölmiðlar upplýst að Statens pensjonsfond utland, öðru nafni norski olíusjóðurinn, á hlut í CP Foods. Hvorki olíusjóðurinn né siðaráð olíusjóðsins hafa viljað bregðast við fréttum um þrælaskipum nema með almennum hætti.

„Nauðungarvinna er sérstaklega tiltekin sem mannréttindabrot og þar með ástæða fyrir sjóðinn að losa sig við eignarhlutinn,“ segir Eli Lund hjá norska olíusjóðnum. Sjá nánar um málið hér . Á þessum hlekk má sjá myndband sem lýsir aðstæðum um borð í þrælaskipunum.