Útlit er fyrir að verulega fækki í flota stærri línuskipa í Noregi á næstunni í kjölfar þess að leyft verður að sameina þorskkvóta fimm skipa í stað þriggja nú. Einn þorskkvóti í þessum skipaflokki er 307 tonn á þessu ári og skip með þrjá kvóta hefur þannig 921 tonn miðað við núverandi reglur. Aukningin í fimm kvóta að hámarki á hvert skip ásamt 30% aukningu heildarþorskkvótans á næsta ári gerir það að verkum að beitningarvélabátur má fiska allt að 2.000 tonn af þorski.
Því er spáð að stóru línuskipunum geti fækkað úr 45 í 25 vegna þessara breyttu reglna.
Sjá nánar í Fiskifréttum.