Makrílvertíð Norðmanna er í fullum gangi. Búið að veiða 135.000 tonn sem er meira en helmingur kvótans. Bróðurparturinn eða 111.000 tonn hefur veiðst í norskri lögsögu en afgangurinn í lögsögu Evrópusambandsins samkvæmt samningum þar að lútandi.

Á vef samtaka norskra útvegsmanna kemur fram að verðið sem sjómennirnir hafa fengið fyrir makrílinn hefur sveiflast nokkuð eftir gangi veiðanna. Hæsta uppboðsverðið sem fengist hefur til þessa er 10,49 norskar krónur á kílóið eða jafngildi 200 íslenskra króna en meðalverðið í síðustu viku var 7,64 norskar krónur eða sem svarar 146 íslenskum krónum. Meðalstærð makrílsins í síðustu viku var 415 grömm.

Audun Maråk framkæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna bendir á að makríllinn hafi haldið sig mikið í norskri lögsögu í haust. Þetta staðfesti að afstaða Norðmanna í samningaviðræðum um nýtingu makrílstofnsins haf verið rétt. Norðmenn eigi ekki að sætta sig við að hlutur þeirra verði skertur.