Veiðar íslenskra skipa í norsku lögsögunni í Barentshafi á síðasta ári námu alls um 10.100 tonnum og var aflaverðmætið tæplega 3,3 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Fiskistofu.
Á árinu 2015 veiddu íslensk skip 8.065 tonn af þorski miðað við afla upp úr sjó í norsku lögsögunni og nam aflaverðmætið rúmum 2,6 milljörðum króna. Af ýsu veiddu þau 1.795 tonn og var aflaverðmætið 574 milljónir króna. Heldur meira veiddist árin 2014 og 2015. Hlutfall ýsu af þorskafla var um 22% á síðasta ári.
Sjá nánar samantekt í nýjustu Fiskifréttum.