Það er ekki aðeins á Íslandi sem ungt fólk sýnir sjávarútvegi aukinn áhuga. Norska ríkissjónvarpið segir frá því að verulega meiri aðsókn sé nú að sjávarútvegstengdu námi en áður, bæði í framhaldsskólum og háskólum. Sjávarútvegsfyrirtækin fagni þessu og hörð samkeppni sé milli þeirra um þá sem útskrifast úr sjávarútvegsfræðum.

Sérstakt verkefni er í gangi í Noregi til að fjölga nemendum í sjávarútvegsfræðum hverskonar. Forsvarsmaður verkefnisins segir að aukning námsmanna í fiskeldisfræðum sé 80% og í fiskveiðum um 50%.