Fiskistofa hefur birt tölur um veiðar erlendra skipa á fyrstu mánuðum ársins. Norðmenn veiddu mest en Færeyingar koma þar á eftir.
Á þremur fyrstu mánuðum ársins lönduðu norsk loðnuveiðiskip 59.382 tonn. Alls stunduðu 66 norsk loðnuveiðiskip veiðar hér við land á nýliðinni vertíð og var Kvannöy aflahæst með 1.971 tonn og Rödholmen með 1.831 tonn. Norsku skipin lönduðu alls 21.849 tonni í íslenskum höfnum eða 37% loðnuaflans sem þeir öfluðu hér við land.
Alls lönduðu fimm færeysk loðnuveiðiskip afla af Íslandsmiðum, alls 8.767 tonnum á þremur fyrstu mánuðum ársins. Aflahæsta skipið var Norðborg með 2.664 tonn en Finnur Fríði með 2.131 tonn.
Veiðar færeyskra línubáta hófust í mars sl. Alls lönduðu fjórir bátar botnfisk í íslensku lögsögunni í mars. Aflahæstur er Sandshavið með 179,6 tonn. Afli í þorski var 79 tonn og 173 tonn af ýsu komin á land.
Eitt grænlensk skip, Polar Amaroq hefur aflað loðnu á Íslandsmiðum á þessari vertíð og var samanlagður afli þess á tveimur fyrstu mánuðum ársins 3.547 tonn í fimm löndunum. Allar voru þessar landanir á Neskaupsstað.
Einn norskur línubátur stundaði veiðar hér við land í febrúar. Það var Geir II sem landaði 157 tonnum af keilu, 110 tonnum af löngu og 59 tonnum af þorski.