Norska uppsjávarskipið Teigenes er komið að bryggju og hefst löndun kl. 4 í fyrramálið á 100 tonnum af loðnu, segir á vef Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Önnur skip sem von er á eru: Gunnar Langva með 800 tonn og Hargun með 630 tonn. Loðnan fer í frystingu. Gott veður var í gær og í dag á miðunum eftir miklar brælur í 5 daga.