Norsk og dönsk skip höfðu komið með rúm 16 þúsund tonn af sumarloðnu til vinnslu hér á landi í byrjun vikunnar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Norsku skipin lönduðu hér um 9.500 tonnum nú í júlí en þau dönsku rúmum 7 þúsund tonnum. Loðnan veiddist öll í grænlenskri lögsögu.

Skipin hafa landað afla sínum í fjórum höfnum á Íslandi. Mestu hefur verið landað á Þórshöfn, eða um 6.000 tonnum. Nær öll dönsku skipin hafa landað þar. Fáskrúðsfjörður kemur næst á eftir með 4.390 tonn, á Vopnafirði hafa um 4.250 tonn komið á land og í Neskaupstað um 2.500 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.