Nú um helgina var enn eitt nýja norska fiskiskipið sjósett í Tyrklandi. Þar var um að ræða skipið Smaragd. Lokið verður við smíði skipsins í Noregi. Aðrar nýsmíðar sem koma munu fyrr inn í veiðar eru Torbas og M. Ytterstad og þá eru skipin Haugagut og Kvannöy í smíðum auk línuveiðarans Leinebris, að því er fram kemur á norskra útvegsmanna.
Því má bæta við að nýja skipið kemur í stað eldra skips með sama nafni sem selt var til Íslands og heitir nú Hoffell SU.
Hér sést myndband frá sjósetningu Smaragd í fyrradag.