Tvö af fjórum norskum loðnuskipum sem komin eru á Íslandsmið veiddu vel í gær og í nótt, segir í vef norska síldarsamlagsins í dag og fylgir með sögunni að einstök köst hafi verið upp í 300 tonn. Norsku skipin mega aðeins veiða með nót, ekki trolli.

Þá eru fimm norsk skip til viðbótar lögð af stað til Íslands og fleiri væntanleg næstu daga.