Fiskistofan norska hefur tilkynnt að síðasti dagur fyrir norsk loðnuskip að halda til veiða í íslensku lögsögunni sé fimmtudagurinn 2. febrúar. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 49 þúsund tonn í efnahagslögsögu Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í efnahagslögsögu Íslands til 15. febrúar 2012 og norðan við 64°30´N. Norsku loðnuskipin hafa nú þegar tilkynnt um 18.500 tonna afla í íslensku lögsögunni.