Norsk loðnuskip landa nú sumarloðnu til bræðslu í Danmörk. Fiskimjölsverksmiðjurnar í Thyborøn og Hanstholm verða keyrðar á fullu og ekkert sumarstopp verður eins og venja er til, að því er fram kemur á vefnum FiskerForum.
Norsk loðnuskip landa í vikunni samtals 4.290 tonn af loðnu til bræðslu í Thyborøn og um 2.800 tonnum í Hanstholm.
Loðnan veiðist langt norður í Grænlandshafi. Talverður kostnaður fylgir siglingu af miðunum til Danmerkur, sem tekur 4-5 daga, en hátt verð fæst fyrir bræðsluafurðir og verksmiðjurnar geta því greitt álitlegt verð fyrir hráefnið.
Þau fimm norsku skip sem landa loðnu í Danmörk í vikunni eru: Trøndebas, Østerbris og Norderveg, sem landa í Thyborøn, og Talbor og Hardhaus sem landa í Hanstholm.