Norsku loðnuskipin sem verið hafa á veiðum í grænlensku lögsögunni norðvestan Íslands hafa sum hver landað afla sínum á Íslandi,  m.a. á Fáskrúðsfirði og Þórshöfn og ef til vill víðar.

Skipin hafa nú veitt rúm 27.000 tonn í grænlensku lögsögunni en mega taka þar allt að 47.300 tonn. Við Ísland mega þau veiða allt að 36.000 tonn. Heildarkvótinn á svæðinu öllu er 70.700 tonn.