Jafnvel þótt risastór árgangur sæi dagsins ljós í norsk-íslenska síldarstofninum á þessu ári kæmi hann ekki inn í hrygningarstofninn fyrr en árið 2018. Þangað til, að minnsta kosti, mun stofninn halda áfram að minnka og aflinn sömuleiðis.
Þetta kom fram í erindi sem Ásta Guðmundsdóttir sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun hélt á ráðstefnu stofnunarinnar nýlega, en efni þess er rakið í nýjustu Fiskifréttum.
Ásta benti m.a. á að aðrir uppsjávarstofnar, kolmunni og makríll, hefðu leitað í stórauknum mæli inn á beitarsvæði norsk-íslensku síldarinnar á undanförnum árum en á sama tíma hefði átumagn í hafinu minnkað. Spurning væri hvort hafsvæðið bæri alla þessa stofna stóra.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.