Danski fiskimjölsframleiðandinn TripleNine og norska fiskimjölsfyrirtækið Koppernaes hafa tilkynnt um sameiningu sem gengið verður endanlega frá á næsta vori. Hin sameinaða fyrirtæki, sem fá mun nafnið TripleNine Group A/S, verður hið stærsta á sínu sviði á Norðurlöndum.

Nýja fyrirtækið verður með verksmiðjur í Noregi, Danmörku og Chile og mun eignast 50% í norska sölufyrirtækinu Norsildmel AS. Höfuðstöðvar hins nýja fyrirtækis verða í Esbjerg í Danmörku.

Velta nýja fyrirtækisins er áætluð jafnvirði um 66 milljarða íslenskra króna.