Norsk skip sem lönduðu loðnu til hrognavinnslu á Fáskrúðsfirði í vikunni fengu 2,80 krónur norskar fyrir kílóið, eða rúmar 60 krónur íslenskar, að því er fram kemur á vef norskra útvegsmanna.

Þar kemur einnig fram að Íslendingar séu mjög ánægðir með gæði norsku loðnunnar. Þrjú norsk skip komu með loðnu til Fáskrúðsfjarðar í vikunni. Norskir útvegsmenn velta því fyrir sér hvort framhald verði á þessum löndunum. Þeir benda á að hrognafyllingin sé mikil og loðna henti því vel til hrognatöku í þeim förmum sem fóru til Íslands. Þeir benda einnig á að um miðja vikuna var að ganga loðna á miðin sem er með minni hrognafyllingu.