Í heild voru fluttar út afurðir uppsjávarfisks frá Noregi fyrir um 2 milljarða NOK (tæpir 43 milljarðar ISK) á fyrsta ársfjórðungi 2010 sem er um 10% samdráttur miðað við sama tíma í fyrra.

Að magni til var flutt meira út af síld og makríl á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra en afurðaverð er miklu lægra sem skýrir samdráttinn í útflutningsverðmæti.

Síld var flutt út fyrir 1,3 milljarða NOK á fyrsta ársfjórðungi 2010 sem er um 10% samdráttur miðað við sama tíma árið 2009.

Útflutningsverðmæti makríls minnkaði um 12% á fyrsta ársfjórðungi, fór úr 457 milljónum NOK í fyrra niður í 400 milljónir í ár.

Á tímabilinu voru fluttar út loðnuafurðir fyrir 272 milljónir NOK sem er 18% samdráttur.

Loðnan varð veiðanlega seinna í ár en í fyrra en á fyrstu þrem mánuðum ársins voru flutt út um 75 þúsund tonn af loðnu sem er 11 þúsund tonna samdráttur miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er árinu hafa verið flutt út 27 þúsund tonn af loðnuafurðum til Úkraínu, sem er aukning, 16 þúsund tonn til Rússlands, 11 þúsund tonn til Litháen, 7 þúsund tonn til Japans og 3 þúsund tonn til Kína.

Heimild: Seafood.no