Norðmenn eru miklar fiskætur. Eigi að síður kann það að koma mörgum á óvart að Noregur sjálfur er stærsta markaðsland Norðmanna fyrir sjávarafurðir. Þetta er æði frábrugðið stöðunni á Íslandi þar sem langstærstur hluti íslenskra fiskafurða er fluttur út til annarra landa.
Í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren kemur fram að fiskneysla á hvert mannsbarn í Noregi er 46 kíló. Norðmenn setja gríðarmikið fé í markaðssetningu á fiski utanlands en einnig á innanlandsmarkaði. Þannig mun Norska fiskútflutningsráðið verja sem svarar einum milljarði íslenskra króna á þessu ári til þess að stuðla að því að Norðmenn borði meira af fiski.
Sjá nánar í Fiskifréttum.