Útflutningur á þorski frá Noregi, bæði ferskum og frosnum, dróst saman í síðasta mánuði. Þetta kemur á óvart þar sem íslenskir sjómenn voru í verkfalli og kaupendur á Bretlandi þurftu að leita annað til að fá fisk, að því er fram kemur í frétt á vef FishUpdate.

Norðmenn fluttu út 12.600 tonn af ferskum þorski í febrúar að verðmæti 428 milljónir norskra króna (5,4 milljarðar ISK). Þetta er 1.200 tonnum minni útflutningur en í febrúar 2015, eða 9,5%. Verðmætið minnkaði um 13 milljónir (165 milljónir ISK), eða 3%.

Norðmenn fluttu út 6.300 tonn af frosnum þorski í febrúar að verðmæti 221 milljón norskar (2,8 milljarðar ISK). Þetta er 1.000 tonnum minni útflutningur en í febrúar 2015.