Fiskistofan í Noregi hefur í samstarfi við efnahagsbrotadeild ríkislögreglunnar og mörg lögregluumdæmi gripið til umfangsmikilla aðgerða gegn ólöglegum veiðum á humri við stendur landsins.
Norski humarstofninn á mjög í vök að verjast og er hann víða á listum yfir tegundir í útrýmingarhættu. Samkvæmt frétt frá norsku fiskistofunni er ársaflinn nú 30-60 tonn en var 600-1.000 tonn á eftirstríðsárunum.
Talið er ótvírætt að of miklar veiðar séu meginástæða þess hvernig komið er fyrir stofninum. Algjört bann er við humarveiðum frá janúar til október en þrátt fyrir það er vitneskja fyrir því að ólöglegar veiðar aukist yfir sumartímann.