Fulltrúar Noregs og Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að skipta milli sín þeim makrílafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur ráðlegt að veiða á næsta ári. ESB fær 401.000 tonn og Norðmenn 183.000 tonn.
Veiðar Íslendinga og Færeyingar koma þar til viðbótar en sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um kvóta þeim til handa á síðasta samningafundi makrílveiðiríkjanna við Norður-Atlantshaf. Íslendingar munu setja sér einhliða kvóta á næsta ári eins og þeir hafa gert áður og það sama á við um Færeyinga. Ljóst er því að heildarmakrílveiðar á næsta ári verða langt umfram vísindalega ráðgjöf.